Axel Theodór Einarsson listmálari var fæddur 16. nóvember 1886 í Garðhúsum (Kirkjuvegi 14) í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Einar Jónsson útgerðarmaður og kaupmaður. frá Akurey í Vestur Landseyjum og Soffía Vigfúsdóttir, ættuð frá Hólshúsi í Vestmannaeyjum.
Axel gekk I hjónaband 12. september 1922 en þá bjó hann í Einarshöfn ( sem faðir hans byggði) við Kirkjuveg (beint á móti Garðhúsum) ásamt konu sinni Kristínu Símonsdóttur. Kristín var fædd 12.september 1898 að Kirkjubóli í Norðfirði.
Eina dóttur eignuðust þau saman, Soffíu, er býr í Gautaborg í Svíþjóð og er nú komin yfir nírætt . Soffía var gift og eiginmaður hennar, nú látinn, var Josef Vigmo yfirlæknir í Gautaborg. Þau áttu 2 börn, Sylvi Vigmo kennara við háskólann í Gautaborg og Terje Vigmo verkfræðing og viðskiptafræðing.
Axel og Kristín eignuðust þrjá syni sem allir eru látnir: Konráð 1923-2009, Oddgeir 1825-1999 og Gunnar 1930-1990.
Árið 1930 flutti Axel með fjölskyldu sína frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Axel var orðinn óreglumaður í Vestmannaeyjum og var svo alla sína ævi. Hann var húsamálari í stopulli vinnu en málaði alltaf óhemjumikið þrátt fyrir glímu sína við Bakkus. Mikið af myndum hans eru mótív eftir ljósmyndum og eins eru Vestmannaeyjar honum berlega hugstæðar alla tíð.
.
Axel lést í Reykjavík 30. apríl 1974 og hvílir í Fossvogskirkjugarði.