Kristján H. Magnússon (1903 – 1937) var íslenskur listmálari frá Ísafirði.
Hann fór 17 ára gamall til Bandaríkjanna og hóf skömmu síðar listnám við Massachusetts-listaskólann í Boston. Eftir fimm ára nám bjó hann áfram í Bandaríkjunum til ársins 1929 og tók virkan þátt í sýningarhaldi við góðan orðstír.
Verk Kristjáns eru oftast gerð af mikilli leikni og skólaðri kunnáttu en viðfangsefnin einfölduð, drættirnir ljósir og litir með þíðum, áferðarfallegum blæ.
