Jóladagatal Listasafns Vestmannaeyja í boði Listvina

Listasafn Vestmannaeyja telur um 900 listaverk eftir um 100 listamenn. Hér kennir ýmissa grasa, stærsta safn Kjarvalsmálverka utan Kjarvalsstaða eða 37 verk eftir meistarann, verk eftir aðra helstu listamenn þjóðarinnar á borð við Ásgrím Jónsson, Ríkharð Jónsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Sverri Haraldsson, Engilbert Gíslason, Einar Jónsson og svo miklu fleiri. Einarsstofa dugar vel undir smærri sýningar og hér eru um 20-30 málverkasýningar settar upp á hverju ári. En við viljum gera safnið okkar enn aðgengilegra og það verður seint gert án þess að fá málverkasal.

En við beitum ýmsum aðferðum við að kynna safnið okkar eins og unnt er. Ein aðferðin er hið stórskemmtilega jóladagatal okkar þar sem við drögum fram 24 málverk valin nánast af handahófi til að sýna hversu margþætt safnið er. Við opnum hvern dag einn glugga, eins og hvert annað jóladagatal en í stað sætinda rífum við utan af einu málverki og gerum ofurlitla grein fyrir höfundi og verkinu.

Við höfðum þann háttinn á í dag að fá bæjarstjórann okkar, Írisi Róbertsdóttur, til að koma opna fyrsta gluggann jóladagatalsins og tókum það upp á myndband sem unnt er að horfa á hér á síðunni.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search