Jói Listó, Jóhann Jónsson, er einn þekktasti Eyjamálari samtímans og er ótrúlega fjölhæfur listamaður.
Pensill hans leitar oft heimahafnar og hér bregður listamaðurinn á leik með öðrum listamanni, Ása í Bæ. Ási stígur hér fram eins og út úr einum af sínum frábæru sögum og er að kasta út önglum sínum með Bjarnarey og fugla himins í bakgrunni. Verkið sem hér birtist er eftirprentun sem listamaðurinn setti saman.