Jóla- og áramótakveðja Tíguls

31.12.2020

Kæru lesendur Tíguls

 

Þetta furðulega ár er nú á enda. 

Árið 2020 hefur heldur betur skrifað sig í sögubækurnar.

Það hefur verið mikil áskorun fyrir okkur á litlum fjölmiðli að halda vel á spilunum svo allt gangi upp og klárlega gekk ekki alltaf allt upp. Það var oft snúið að finna fréttir og viðburði þegar einmitt ekkert er um að vera líkt og var þegar Covid gekk sem mest yfir Eyjuna. Og við sem gerðum okkur út fyrir að vera mest í viðburðum.

Líkt og þríeykið okkar þá höfum við tekið viku í einu og metið stöðuna hverju sinni með okkar útgáfu, og oft með hnút í maga hvort endar náist saman. En við erum virkilega reynslunni ríkari eftir þetta skrýtna ár. Þakklæti er efst í huga þegar þetta er skrifað í lok árs. Án ykkar lesenda værum við ekki að puða þetta, ykkar hvatning hefur fleytt okkur áfram. Þökkum við fyrir þann stuðning sem þið gáfuð okkur. 

Við erum stoltar af stærsta blaði Tíguls til þessa sem er alls fimmtíu og tvær blaðsíður. Við vonum að þið njótið vel bæði blaðsins og hátíðanna framundan. 

Óskum öllum Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegra jóla og kærleiksríks komandi árs.

Jóla – og nýárskveðja

Kata Laufey & Lind.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search