Miðvikudagur 17. júlí 2024

Jói í Laufási er Eyjamaður ársins

Okkur á Tígli finnst vel þess virði að minnast þess sem vel er gert. Frá áramótum höfum við því leitað eftir tilnefningum frá lesendum Tíguls um hver, þeirra mati, á skilið nafnbótina Eyjamaður ársins.

Við í Vestmannaeyjum erum svo heppin með íbúa að fjölmargir komu til greina og voru tilnefningarnar úr ýmsum áttum.
Þrír aðilar sköruðu þó fram úr og voru nefndir oftar en aðrir.

Ármann Halldór Jensson

Ármann Halldór Jensson fékk fjölmargar tilnefningar en hann gladdi börn Eyjanna mikið fyrir jólin í gervi Trölla eða the Grinch. Bauð hann fólki að hafa samband og panta sig í heimsóknir. Ágóðan gaf hann svo, ásamt dágóðri upphæð sem hann safnaði til viðbótar, til Barnaspítala hringsins. Samtals tæpar 700.000 kr.

„Jákvæður og vinalegur við alla þrátt fyrir að fá það ekki alltaf sjálfur til baka. Heilsar flestum og vinalegur við krakka í bænum. Hann toppaði svo árið með grinch ævintýrinu sínu og gaf peninginn sem hann fékk út úr því til barnaspítala hringsins sem sýnir bara hversu stórt hjarta hann er með.“ sagði einn um ástæðu tilnefningarinnar. „Vinur vina sinna og sýnir alúð. Fer með gómsæti á Hraunbúðir, skemmtir kertaverksmiðjunni og krökkum hér og þar um bæinn,“ sagði annar. „Fyrir óbilandi vilja til að bæta samfélagið sitt með gleði og góðmennsku“

Sigurjón Óskarson

Annar aðili sem var áberandi í tilnefningum var Sigurjón Óskarsson fyrir hans uppbyggingu í Vestmannaeyjum með tilkomu Laxey. „Hugsar til komandi kynslóða og samfélagsins“ sagði með einni tilnefningunni. „Það er honum að þakka að það er fólksfjölgun í Eyjum,“ sagði annar.

Hann var þó ekki sá eini í fjölskyldunni sem var tilnefndur. Tengdasonur hans, Daði Pálsson, var einnig áberandi. „Fyrir röggsama atvinnuuppbyggingu i Eyjum,“ sagði einn. „Yfirburðamaður í öllu sem snýr að skapandi störfum bæði í sjávarútvegi og húsabyggingum,“ sagði annar.

Daði Pálsson
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir

Kona Daða og dóttir Sigurjóns Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir, fékk einnig þónokkrar tilnefningar fyrir framtak sitt í Kubuneh. „Kubuneh verslun og verkefnið allir skipta máli fyrir heilsugæsluna í Kubuneh,“ sagði einn. „Fyrir öll sín góðverk til Kubuneh,“ sagði annar.

Öll hefðu þau svo sannarlega átt nafnbótina skilið. Sá sem langflestir tilnefndu hins vegar sem Eyjamann ársins var
Jóhann Jónsson frá Laufási.
Ég held að það geti allir verið sammála um það að Jói, eins og flestir kalla hann, er svo sannarlega vel að titlinum kominn. Það sést best á ummælunum sem fylgdu tilnefningu hans. Látum við nokkur þeirra fylgja hér að neðan.

Jóhann Jónsson frá Laufási

„Einstaklega duglegur við að halda bænum okkar hreinum og fínum án þess að vera beðin um það“

„Fyrir að hafa allt snyrtilegt hann er allstaðar að passa að allt sé snyrtilegt hvort sem það sé í vinnunni eða sem sjalfboði“

„Duglegur að hugsa um Eyjuna okkar“

„Vinnur óeigingjarnt starf í þágu Vestmannaeyjabæjar“

„Hann er bara svo duglegur að laga hér allt i fallega bænum okkar“

„“Góð fyrirmynd í umgengni við náttúru eyjanna

Fyrir það frábæra starf sem hann vinnur fyrir bæjarfélagið okkar er til mikils sóma. Hann sést ekki úti á götu öðruvísi en að plokka rusl. Hann á hugmyndina af því að setja jólaskreytinguna upp á hraun. Ég veit ekki hvort að hún hafi bjargast í gosinu eða ný skreyting verið smíðuð. Það sem hann tekur tekur að sér er 100%. “

„Ótrúlegur bæjarstarfsmaður sem lætur sig allt varða við að halda bænum okkar hreinum og fallegum.“

„Þarf varla að koma í orð, sannaðist hversu mikilvægur hann var þegar hann slasaði sig á fæti og var frá allt var í lamasessi á meðan. Litlu hlutirnir sem skipta samt svo miklu máli sem hann sér um bæði á og ekki á, launum.“

„Hjálpar fólki sem á erfitt um jólin. Duglegir ad halda bænum hreinum. Alltaf að hjálpa ÍBV.“

„Maðurinn á bak við tjöldin þ. e. Þjóðhátíð þrettándinn og fegrar bæinn okkar á allan hátt“
„Þvílíkur fagmaður og dugnaðarforkur fyrir bæinn okkar. Hann fer í öllum veðrum og dögum og græjar það sem þarf að gera.“

„Fyrir áratuga ást fyrir eyjunni
okkar“

„Hann er af öðru stigi í ósérhlífni. Áfram Jói“

„Á það svo sannarlega skilið“

„Endalaust duglegur og sinnir starfi sínu langt umfram það sem hann fær greitt fyrir. Alltaf með græjur í bílnum sínum til hvers kyns smá verka, sópa glerbrotum af götum og gangstéttum sem og öðru rusli. Algjörlega til fyrirmyndar og mikil hvatning fyrir okkur hin að hafa snyrtilegt í kringum okkur.“

„Þekki ekki duglegri mann“

„Harðduglegasti Eyjamaður síðustu áratuga sem veigrar sér ekki í þjónustu við samfélagið okkar. Eigum honum svo margt að þakka í umhverfinu okkar.“
„Okkur öllum góð fyrirmynd.“Því hann á það svo sannarlega skilið. Maðurinn hugsar um eyjuna á öllum tímum, meðal annars þegar hann á frí. Þá er hann mættur að tína rusl eða laga hluti. Vestmannaeyjar eru heppnar að hafa þennan öðling“

„Fer ekki mikið fyrir Jóa en bærinn okkar er fallegri fyrir hans verk“

Tígull óskar Jóa í Laufási innilega til hamingju með tilnefninguna sem hann á svo sannarlega skilið.
Þá þökkum við einnig þeim fjölmörgu sem sendu inn tilnefningar en alls bárust tæplega 300. Það er því nokkuð ljóst að lesendur kunna að meta að fá að taka þátt í valinu og munum við því örugglega endurtaka leikinn að ári.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search