Jóhann Guðmundsson skrifar: Forsendur fyrir heilsársbúsetu brostnar

Í gærkvöldi setti Vestmannaeyjaferjan Herjólfur – Westman Island ferry inn tilkynningu þess efnis að þeir ætluðu að fella niður síðustu ferð dagsins vegna öldu og slæms veðurs en yfirleitt helst þetta tvennt einmitt í hendur. Ég commentaði við innleggið þar sem ég spurði einfaldar spurningar um það hvað hafi breyst frá því að okkur var kynnt nýtt skip því allar kynningar á nýju skipi voru að skipið gæti siglt við allt að 3,5m ölduhæð en í gær var aldan 2,7-3,2m á þeim tíma sem ferðin átti að vera farin. Innlegginu var svo eytt nú í morgunn þannig að ég fékk aldrei svar við spurningunni. Ég ásamt öðrum hef tekið þátt í uppbyggingu í ferðaþjónustu í Eyjum fyrir hundruði milljóna en ákvarðanir um þá uppbyggingu hafa verið teknar með forsendur sem okkar hafa verið kynntar. Nú er ljóst að þær forsendur standa ekki og því ljóst að einhver þarf að bera ábyrgð. Ef nýtt skip getur ekki siglt við þær aðstæður sem voru í gærkvöldi þá myndi ég í raun telja það vera afturför að taka við þessu skipi því ég er einn af þeim aðilum sem verða að liggja í koju og kæri mig ekki um að liggja ælandi við hliðina á öðru fólki þannig að ég tek alltaf 2manna klefa. Það er ekki hægt með nýju skipi þannig bæði forsendur fyrir búsetu minni og þeirri uppbyggingu í ferðaþjónustu sem ég ásamt mínum félögum hef unnið að í Eyjum er brostnar nema yfir sumarmánuðina. Ég elska Eyjar og tala ítrekað um paradís við ferðamenn sem heimasækja okkur en því miður miðað við þetta þá erum við á hraðileið að verða bara sumarbúsetu sveitarfélag.
Hér eru svo linkar á nokkrar kynningar:

http://eyjar.net/…/ny-ferja-sogd-rada-vid-3-5-metra-olduha…/

http://eyjar.net/…/fimm-milljarda-ferja-honnud-fyrir-lande…/

http://eyjar.net/read/2017-05-17/framtidin/

Jóhann Guðmundsson

forsíðumynd: Tói Vídó

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search