Miðvikudagur 24. apríl 2024

Jöfnunartækið menntun

Mín pólitík snýst um réttlæti. Réttlæti gagnvart fólki fyrst og fremst, undir það falla allar grunnstoðir VG sem snúast um umhverfisvernd, kvenfrelsi, friðarhyggju og félagslegt réttlæti. Öll eigum við rétt á að njóta velsældar í lífinu. Það á ekki að skipta máli hvaðan við komum, hvað við fengum í vöggugjöf, hverju við brennum fyrir eða við hvað við störfum eða hvort við getum starfað yfirleitt.

Við í VG lítum svo á að menntakerfið sé eitt helsta tækið til að tryggja jöfnuð í samfélaginu. Með því að tryggja öllum menntun við hæfi, út frá áhuga og styrkleikum erum við að jafna tækifæri allra í samfélaginu.

Eftir að hafa starfað í næstum aldarfjórðung í menntakerfinu, lengst af í grunnskóla og nú í framhaldsfræðslu, veit ég að öll geta lært. Öll geta lært það sem þau langar til og áhugi þeirra og gildismat snúast um. Leiðin er þó ekki alltaf bein og breið. Það geta verið ljón á veginum og það á að vera hlutverk þeirra sem stjórna á öllum stigum í menntakerfinu að greiða leiðina framhjá ljónunum.

Öflugt menntakerfi er samfélagsmál og því viljum við stefna að gjaldfrjálsri menntun á öllum skólastigum. Brúa þarf bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla, bæta þarf hag nemenda sem þurfa sértæka þjónustu, tryggja þarf jöfn tækifæri til menntunar óháð búsetu með því að efla bæði menntun í heimabyggð og fjarnám í framhalds- og háskólum auk þess sem tryggja þarf framhaldsfræðsluna í sessi. Menntun er grunnurinn að góðu og réttlátu samfélagi og öflugt menntakerfi er undirstaða þróunar og nýsköpunar, lífgæða einstaklinga og tryggir sem best velsæld og blómlegt atvinnulíf.

Fagurgali kann einhver að segja. Ég segi raunhæft, vegna þess að ég hef trú á þeim metnaði og eldmóð sem býr í stefnu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Ég einfaldlega treysti félögum mínum í VG áfram til góðra verka. Hólmfríður Árnadóttir sem er oddviti okkar í Suðurkjördæmi er reynsubolti úr skólakerfinu sem þekkir vel áskoranir, en það sem mér finnst einkenna hana er að hún hugsar í lausnum, hlustar á fólk og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir.

Ásamt fleiru eru þetta ástæður fyrir því að ég starfa með VG, það skiptir nefnilega máli hver stjórnar.

Helga Tryggvadóttir
Náms- og starfsráðgjafi
5. sæti VG í Suðurkjördæmi

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search