Þriðjudagur 4. október 2022

Jarl….

Nú stendur yfir prófkjör Sjálf-stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin og kjördagur er 29. maí. Það flokkakerfi, sem við búum við í dag, er byggt upp af þeirri hugmynd að fólk með líkar skoðanir hópi sig saman og afli skoðunum sínum fylgis. Ég hef út frá þessari hugmynd valið að fylgja Sjálfstæðisflokknum þar sem mér finnst ég geta samsamað mig með þeim grunngildum og hugmyndum sem þar ríkja.

Pólitískt flokkakerfi er ekki eina flokkunaraðferðin sem við notum þegar við veljum okkur fulltrúa. Mannskepnan á ótal flokkunarkerfi og við flokkum fólk nánast óafvitandi þegar við mætum því.
Við getum flokkað fólk eftir kyni, aldri, uppruna, búsetu og mörgu fleiru. Í því samhengi hefur skapast töluverð umræða um kynjahlutföll lista og leiðir til að stuðla að blönduðum listum hvað það varðar. Einnig er ungt fólk oftar en ekki hvatt til að taka þátt í stjórnmálum svo að þeirra raddir megi heyrast. Við Eyjamenn höfum síðan verið samstíga um að styðja okkar heimamenn í prófkjörum. Við vitum sem er að það skilar árangri að eiga heimamenn í tengslum við ríkisvaldið.

Ég stend fyrir grunngildi sjálf-stæðisstefnunnar um frelsi ein-staklingsins og að virða eigna-réttinn.

Ég er andvígur miðstýringu og vil líta til nýrra leiða í heilbrigðis-málum og víðar þar sem litið er til einkaframtaksins. Ég tel að frumkraftur og framþróun einkageirans ætti að nýtast okkur í meiri mæli í þeim stofnunum sem eru reknar af ríkinu.

En umfram allt þá er ég lands-byggðarmaður og Eyjamaður. Mitt hjarta slær í Eyjum, hefur alltaf gert og mun alltaf gera. Ég bið um stuðning ykkar til að ná 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Með Eyjamann í baráttusætinu ætlum við svo í framhaldinu að sigla að lágmarki fjórum mönnum inn á þing í næstu kosningum.

Jarl Sigurgeirsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is