Þessi gómsæta uppskrift birtist í Tígli í síðustu viku.
Uppskrift (sósa):
½ bolli olía
¼ bolli balsamic edik
2 msk sykur
2 msk soyasósa
Aðferð (sósa):
Þetta er soðið saman í ca 1.mín, kælt og hrært annað slagið á meðan þetta kólnar. (ef ekki hrært skilur sósan sig).
Uppskrift:
1 poki núður (instant súpunúðlur)
Möndluflögur (3-4 msk)
sesamfræ (1-2 msk)
Aðferð:
Þetta er ristað á þurri pönnu, núðlurnar brotnar í smáa bita og þær ristaðar fyrst því þær taka lengstan tíma, síðan möndlurnar og fræin. Kælt. (ath. núðlurnar eiga að vera stökkar).
Uppskrift:
Salatpoki (blandað t.d.)
Tómatar (t.d. cherry tómatar)
1 mangó
1 lítill rauðlaukur
Kjúklingabringur skornar í ræmur og snöggsteiktar í olíu. Sweet hot chillisósu hellt yfir og látið malla í smá stund. Allt sett í fat eða mót. Fyrst salatið, síðan núðlugumsið ofan á, svo balsamic blandan yfir og að síðustu er heitum kjúklingabringuræmunum dreift yfir.
Mælt er með að borða þetta með hvítlauksbrauði og er því uppskrift hérna fyrir þau sem vilja búa til.
Uppskrift Hvítlauksbrauð
¾ bolli mjúkt smjör
1 msk. hvítlauksrif, marið
1 tsk. hvítlaukssalt
1 msk. steinselja, smátt söxuð
½ bolli parmesan
1 tsk. paprikukrydd
½ bolli rifinn ostur
Gott brauð
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°.
Blandið saman smjöri, hvítlauk, hvítlaukssalti, steinselju og parmesan-
osti.
Skerið brauðið í sneiðar og smyrjið með smjörinu.
Setjið á bökunarpappír á bökunarplötu.
Stráið smá paprikukryddi yfir.
Bakið í 10 mínútur þar til smjörið er bráðið og brauðið byrjað að ristast.
Takið úr ofninum og stráið rifnum
osti yfir. Stillið ofninn á grill og grillið brauðið í 1-2 mínútur. Fylgist með brauðinu þegar það fer inn á grillið svo það brenni ekki. Stráið steinselju yfir og berið fram.