Japanskur kjúklingaréttur & hvítlauksbrauð

Þessi gómsæta uppskrift birtist í Tígli í síðustu viku.

Uppskrift (sósa):
½ bolli olía
¼ bolli balsamic edik
2 msk sykur
2 msk soyasósa


Aðferð (sósa):
Þetta er soðið saman í ca 1.mín, kælt og hrært annað slagið á meðan þetta kólnar. (ef ekki hrært skilur sósan sig).
Uppskrift:
1 poki núður (instant súpunúðlur)
Möndluflögur (3-4 msk)
sesamfræ (1-2 msk)
Aðferð:
Þetta er ristað á þurri pönnu, núðlurnar brotnar í smáa bita og þær ristaðar fyrst því þær taka lengstan tíma, síðan möndlurnar og fræin. Kælt. (ath. núðlurnar eiga að vera stökkar).


Uppskrift:
Salatpoki (blandað t.d.)
Tómatar (t.d. cherry tómatar)
1 mangó
1 lítill rauðlaukur
Kjúklingabringur skornar í ræmur og snöggsteiktar í olíu. Sweet hot chillisósu hellt yfir og látið malla í smá stund. Allt sett í fat eða mót. Fyrst salatið, síðan núðlugumsið ofan á, svo balsamic blandan yfir og að síðustu er heitum kjúklingabringuræmunum dreift yfir.
Mælt er með að borða þetta með hvítlauksbrauði og er því uppskrift hérna fyrir þau sem vilja búa til.


Uppskrift Hvítlauksbrauð
¾ bolli mjúkt smjör
1 msk. hvít­lauksrif, marið
1 tsk. hvít­laukssalt
1 msk. stein­selja, smátt söxuð
½ bolli par­mes­an
1 tsk. paprikukrydd
½ bolli rif­inn ost­ur
Gott brauð


Aðferð:
Hitið ofn­inn í 200°.
Blandið sam­an smjöri, hvít­lauk, hvít­laukssalti, stein­selju og par­mes­an-
osti.
Skerið brauðið í sneiðar og smyrjið með smjör­inu.
Setjið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
Stráið smá paprikukryddi yfir.
Bakið í 10 mín­út­ur þar til smjörið er bráðið og brauðið byrjað að rist­ast.
Takið úr ofn­in­um og stráið rifn­um
osti yfir. Stillið ofn­inn á grill og grillið brauðið í 1-2 mín­út­ur. Fylg­ist með brauðinu þegar það fer inn á grillið svo það brenni ekki. Stráið stein­selju yfir og berið fram.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search