Janusarverkefnið í fullum gangi

Ólöf A Elíasdóttir íþrótta- og jógakennari hefur haldið utan um verkefnið Fjölþætta heilsueflingu fyrir 65+ í Vestmannaeyjum.

Þjálfarar með henni eru Erlingur Richardsson, Bjarný Þorvarðardóttir og Íris Sæmundsdóttir var að bætast við hópinn.

Verkefnið hófst í september 2019, strax í upphafi skráðu sig 90 manns í verkefnið eða mun fleiri en við höfðum gert ráð fyrir. 

Æfingar með þjálfara eru alltaf þrisvar í viku, einnig stendur fólki til boða að koma á stutt námskeið t.d. í jóga, slökun, liðleikaþjálfun. Tvisvar á ári eru líkamsmælingar og einu sinni á ári blóðmæling sem HSU hefur séð um.

Nú erum við á þriðja árinu okkar og enn eru rúmlega 70 skráðir hjá okkur. Við urðum að finna nýjar leiðir í þjálfuninni þegar covid skall á okkur. 

Höfum notað Facebook, tölvupóst og svo hringjum við reglulega í þátttakendur. Allir þátttakendur fengu afhenta teygju sem þeir hafa notað fyrir styrkjandi æfingar þegar við höfum ekki mátt vera í þreksalnum. Þátttakendur fengu send myndbönd með ýmsum æfingum ásamt stuttum fyrirlestrum frá fagfólki í heilsugeiranum. Í covidinu var farið út í að útbúa fræðslubæklinga og senda á fólk, við höfum haldið því áfram þó að hafi losnað um.

Janus hefur hug á að vera með kynningarfund fyrir fólk sem hefur áhuga á að hefja þjálfun. 

Hægt er að fara inn á heimasíðuna  https://www.janusheilsuefling.is/ þar er kynningarmyndband og hægt að skrá sig á biðlista á síðunni. Ef fólk hefur áhuga á kynningu hér í Eyjum þá má hafa samband við þjálfara eða senda sms á Ólu Heiðu 8693439.

Egill Egilsson, 75 ára

Hvenær byrjaðir þú í verkefninu?

Er búinn að vera með frá byrjun eða haustið 2019

Hvað varð til þess að þú byrjaðir/skráðir þig í verkefnið?

Langaði til að fá leiðsögn í tækin í þreksalnum.

Hvernig hefur þér gengið?

Það hefur gengið mjög vel í verkefninu.

Hvernig líður þér, finnur þú einhvern mun á þér?

Betri líðan við þessa hreyfingu og aukið þrek.

Kristín Garðarsdóttir, 68 ára 

Hvenær byrjaðir þú í verkefninu?

Í september 2019.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir/skráðir þig í verkefnið?

Ég sá auglýstan kynningarfund og leist vel á. Komst svo ekki á fundinn en góðar vinkonur fóru og skráðu mig í leiðinni.

Hvernig hefur þér gengið?

Bara vel, var reyndar frekar löt að æfa heima, þegar tækjasalurinn var lokaður. Fór frekar út að ganga.

Hvernig líður þér, finnur þú einhvern mun á þér?

Ég er þokkalega spræk.

Hvað finnst þér verkefnið hafi gert fyrir þig?

Ég fer út að ganga á hverjum degi, nema ef veðrið er snældu vitlaust og svo er ég farin að passa betur upp á að borða eitthvað próteinríkt daglega.

Hildur Margrét Magnúsdóttir, 80 ára 

Hvenær byrjaðir þú í verkefninu?

Í september 2019 þegar verkefnið hófst.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir/skráðir þig í verkefnið?

Til að styrkja mig líkamlega og félagslega.

Hvernig hefur þér gengið?

Mér hefur gengið vel, varla misst úr tíma. Á meðan covid var sem mest þá vorum við í fjarþjálfun, gerðum styrkjandi æfingar með teygjum heima og fórum í göngur um alla eyju.

Hvernig líður þér, finnur þú einhvern mun á þér?

Mér líður mun betur andlega og líkamlega, finn mikinn mun á styrk í höndum og fótum. Hef losnað við verki í liðum og sef mun betur. Ég hef einnig losnað við lyf sem ég var að taka.

Hvað finnst þér verkefnið hafi gert fyrir þig?

Félagslega hefur þetta verkefni hjálpað mikið til og svo líkamleg heilsa mun betri. Mikil fræðsla sem við fáum bæði í gegnum netið og fyrirlestrar hér heima, t.d. um næringu eldra fólks, jafnvægisþjálfun, lyf og þjálfun. Við fáum senda reglulega fræðslubæklinga með góðum upplýsingum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search