Janúar á Beluga Whale Sanctuary

Við höfum verið að auka úrvalið á gjafavöru hjá okkur og leggjum mikið uppúr fallegri og íslenskri hönnun á mjög góðu verði. Erum t.d. búin að vera með fiska-og hvala viskustykkin vinsælu í þónokkurn tíma og hafa þau vakið mikla lukku. Höfum líka verið með skartgripi frá Filjós sem finnur innblástur úr íslenskri náttúru og erum við eini söluaðilinn í heiminum með þær vörur, svo má ekki gleyma saltinu góða frá Saltey svo fátt eitt sé nefnt.

Við höfum ákveðið að vera með 15% afslátt af allri gjafavöru fyrir handhafa árskortanna þannig að það margborgar sig að versla sér árskort því við erum alltaf að auka úrvalið. Við viljum líka minna á að gæludýr eru hjartanlega velkomin með eigendum sínum til okkar og auðvitað eigum við til dót handa þeim líka.

Þess má geta að eftir eftir sumarið og lundapysjutímann þá enduðuðu 4 pysjur á að þurfa að búa hjá okkur á safninu. Við fengum inn 68 slasaðar pysjur og náðum að sleppa öllum nema þessum 4. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa augnmeiðsli og hefðu þær ekki náð að spjara sig sjálfar úti á hafi vegna þeirra. Við erum þakklát bæjarbúum að hafa komið með þær til okkar þar sem hægt var að koma í veg fyrir enn alvarlegri meiðsli með réttri umönnun og hafa þær aðlagast lífinu á lundaspítalanum vel. Við höfum verið að skoða nöfn á nýju íbúana og væntanlega er Messi kominn til að vera á einum þeirra.

Af eldri fuglunum er það að frétta að við héldum uppboð núna í nóvember á alls kyns listaverkum, til styrktar athvarfinu okkar, og máluðu lundarnir okkar nokkur verk á það. Upprennandi listafuglar.

Við viljum að lokum þakka öllum sem hafa styrkt okkur á einn eða annan hátt því fyrir svona góðgerðarfélag eins og Beluga Whale Sanctuary er það ómetanlegur stuðningur.28

Nýárskveðja frá öllum á Beluga sanctuary
Þóra Gísladóttir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search