Ísfirskatogaranum Bergey VE var snúið aftur til Vestmannaeyja í dag stuttu eftir brottför þeirra frá Vestmannaeyjum rétt um hádegi í dag.
Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins sagði að grunur hafi komið upp um smit fljótlega eftir að þeir fóru af stað á veiðar á ný og hafi hann í kjölfarið tekið hraðpróf sem reyndist jákvætt. Því var ákveðið að sigla í land. Skipverjinn fer í framhaldinu í PCR-próf.
þetta í annað sinn á réttum mánuði sem að snúa þarf skipinu til hafnar vegna veiru-smita en þann 4. desember greindust fimm úr áhöfninni smitaðir.