Karlalið ÍBV gerði jafntefli gegn Þórsurum á Hásteinsvelli í gær, leikurinn endaði 2-2. Á 6. mínútu var ÍBV komið yfir en markið er skráð á leikmann Þórs Nikola Kristinn Stojanovic eftir mikið klafs í teignum eftir hornspyrnu endaði boltinn í markinu. Þórsarar voru ekki lengi að jafna en fyrra mark þeirra kom á 8. mínútu. ÍBV skorar svo rétt fyrir hálfleik þegar að fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Guðjón Ernir skallar fyrir markið og Sito er mættur fyrstur manna á fjarstöngina og kemur boltanum yfir línuna. Þórsara fengu víti á 60. mínútu þegar Alvaro reynir að komast framhjá Óskari en Óskar brýtur af sér. Alvaro tók spyrnuna og skoraði. Mörkin urðu ekki fleir. Á 84. mínútu fær Halldór Páll markmaður ÍBV rautt spjald fyrir brot á Alvaro rétt fyrir utan teig.
Liðin eru jöfn að stigum með 27 stig og sitja í 4. og 5. sæti í Lengjudeildinni.
Byrjunarlið ÍBV, skiptingar og spjöl: