Þriðjudagur 27. september 2022

Jafntefli fyrir norðan í gær

Fimmtánda umferðin fór fram í Bestu deildinni í gær og fór kvennalið ÍBV til Akureyrar og spiluðu gegn liði ÞÓR/KA.

Hörkuspennandi sex marka leikur. ÍBV var fyrir leikinn í sjötta sæti deildarinnar en Þór/KA aftur á móti í mikilli botnbaráttu og munaði aðeins stigi á Þór/KA og Aftureldingu sem situr í 9. sætinu.

Fyrsta mark leiksins kom á 16. mínútu og það var Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði eftir fyrirgjöf frá Olgu Sevcovu en innan við mínútu síðar jafnaði Þór/KA.

Staðan í hálfleik 1-1. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn alveg eins og þann fyrri. Madison Elise Wolfbauer kom liðinu yfir á 47. mínútu eftir hornspyrnu en Sandra María jafnaði tuttugu mínútum síðar með frábæru skoti fyrir utan teig.

Kristín Erna kom Eyjakonum aftur í forystu tveimur mínútum síðar eftir langa sendingu frá Júlíönu Sveinsdóttur. Annað markið sem Kristín skorar í leiknum.

Tiffany Janae McCarty skoraði jöfnunarmarkið á 84. mínútu en markið dæmt af en það hafði engin áhrif á Þór/KA sem skoraði í næstu sókn.

Tiffany átti fyrirgjöf sem Sandra María stangaði í netið og tryggði þar með Þór/KA stig. Lokatölur 3-3. Þór/KA er í 8. sæti deildarinnar með 14 stig en ÍBV í 5. sæti með 23 stig.

Næsti leikur ÍBV er gegn Val á laugardaginn kl. 16:15 á Hásteinsvelli.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is