Jack Lambert og Gary Martin halda til Bretlands um helgina

23.10.2020

Fótbolti.net greindi frá því í gærkvöldi að það sé orðið ljóst að þrír leikmenn munu ekki klára tímabilið með ÍBV.

Liðið siglir lygnan sjó um miðja Lengjudeild og á ekki möguleika á því að fara upp þegar tvær umferðir eru eftir.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Gary Martin og Jack Lambert.

Bjarni Ólafur er 38 ára gamall og gæti hann verið að leggja skóna á hilluna. Gary Martin gekk í raðir ÍBV síðasta sumar og varð markakóngur í efstu deild í fyrra en hlutirnir hafa ekki gengið alveg upp í næstefstu deild. Óvíst er hvað Gary gerir á næstu leiktíð.

Jack Lambert gekk í raðir ÍBV í sumarglugganum og lék þrjá leiki með liðinu. Lambert og Martin halda til Bretlands um helgina.

ÍBV er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins en óvíst er hvort sú keppni verði kláruð.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search