Þessa stundina er Ísleifur VE að koma Kap VE til hafnar á Akureyri
Tígull heyrði í Jón Atla skiptstjóra Kap VE og staðfesti hann það að drepa þurfti á aðalvél Kap, en vonast þeir til að þetta sé lítilsháttar bilun. Sérfræðingar að sunnan eru á leiðinni og munu taka þetta út.
Jón Atli segir að það hafi verið ágætis veiði eftir að hólfið hafi verið stækkað og þeir eru komnir með um 800 tonn af Loðnu. Ísleifur VE er kominn með rúmlega 900 og Huginn VE um 600.
Það veiðist best í dagsbirtunni sem er nú frekar stutt þessa daganna en það er þekkt að Loðnan dreifi sér meira í myrkrinu og verður því erfiðara að veiða hana. Svo glugginn er frá morgni fram yfir hádegi.
Ólafur Már tók þetta myndband þegar fyrsta Loðnan rann um borð.