Eins og glöggir lesendur hafa kannski áttað sig á þá fer Íslandsmótið í golfi fram í Eyjum um helgina. Mótið hófst í morgun og var það Helga Jóhanna Harðardóttir, varaforseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem sló fyrsta höggið.

Alls taka 150 kylfingar þátt þar á meðal 10 frá Golfklúbbi Vestmannaeyja.
- Andri Erlingsson
- Kristgeir Orri Grétarsson
- Örlygur Helgi Grímsson
- Jón Valgarð Gústafsson
- Hallgrímur Júlíusson
- Rúnar Þór Karlsson
- Lárus Garðar Long
- Daníel Ingi Sigurjónsson
- Sigurbergur Sveinsson
- Nökkvi Snær Óðinsson
Þetta er það fimmta í röðinni í Vestmannaeyjum síðan völlurinn var stækkaður í 18 holur. Fyrir þann tíma hafði mótið farið fjórum sinnum fram í Eyjum.