Föstudagur 29. september 2023

Íslandsmeistari unglinga í höggleik

Íslandsmót unglinga 15-21 árs fór fram á Vestmannaeyjagolfvelli fyrr í mánuðinum. En það var Guðjón Frans Halldórsson sem að sigraði mótið. Hann er aðeins 16 ára og spilar með Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar.

Hann á mikla tengingu til Eyja en mamma hans Hrafnhildur Björnsdóttir er fædd og uppalin í Eyjum og eru þau Drífa í Klöpp og Böddi amma hans og afi.  „Svo ég á líka fullt af frændfólki í Eyjum“, segir Guðjón sem stundar nám við Flensborgarskóla en vann í sumar á golfnámskeiðum hjá GKG. Blaðamaður Tíguls sló á þráðinn til Guðjóns og fékk að vita aðeins meira um kappann. Tígull óskar Guðjóni til hamingju með sigurinn.

 

Kemuru oft til Eyja?

Ég er ekki nógu duglegur, en eg kom oft þegar eg var aðeins yngri. Núna er eg nanast að keppa allar helgar.

Hvernær bryrjaðir þú í golfi: Ég byrjaði að slá með kylfu um 5 ára, þá var ég oft að leika mér og fara á æfingasvæðið með pabba. Svo fór ég á sumarnámskeið 6 ára og æfði svo eitt sumar í Oddi. Þegar ég var 11 ára var ég kominn á fullt í golfið og byrjaði þá að æfa í GKG. 

Erfiðasta holan? 18 holan á Urriðavelli, það er skógur sitthvoru megin við brautina og inn á höggið getur verið snúið. 13 holan getur verið erfið í eyjum þegar það er mikill vindur og 17 holan á hvítum teigur á Akureyri getur verið mjög erfið. 

Skemmtilegasti spilafélaginn?

Gunnlaugur Árni og Kristín

Draumahollið: Tiger Woods, Justin Thomas og Viktor Hovland. Því þeir eru þrír uppáhalds golfararnir mínir. 

Hvað ertu með í forgjöf? Er er með +1,0 í Forgjöf 

Besta skorið er 66 högg eða -5 á Leirdalnum

Helsta fyrirmyndin? Justin Thomas, hann er uppáhalds golfarinn minn og Cristiano Ronaldo því hann er besti fótboltamaður allra tíma.

Uppáhalds: 

Matur? Sushi

Drykkur? Celcius Mango Passion

Kylfingur? Justin Thomas og Viktor Hovland eru báðir geggjaðir.  

Golfvöllur? Uppahslds golfvöllurinn minn erlendis er Hrubá Borsa í Slóvakíu, ég keppti þar á Evróvrópumóti pilta í liða keppni U18. Celebration í Florida er líka geggjaður. Hér heima eru það Vestmannaeyjavöllurinn og Urriðavöllur. 

Tónlist? Ég hlusta mest á rapp

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is