Tekið vel á móti viðskiptavinum Íslandsbanka í Vestmannaeyjum í dag í tilefni 100 ára afmælis bankaútibúsins.
Veitingar voru í boði ásamt því að til sýnis voru gamlir hlutir eins og reiknivélar, tölvur, vélar, bækur, ávísunarhefti og fleira sem gaman var að skoða.
Tígull óskar Íslandsbanka til hamingju með afmælið. Tígull kíkti á staðinn og smellti af nokkrum myndum.