Íslandsbanki færir Vestmannaeyjabæ tvö málverk að gjöf

Þórdís Úlfarsdóttir útibústjóri Íslandsbanka og Sigurður Friðriksson afhentu í morgun Vestmannaeyjabæ tvö málverk eftir Guðna Agnar Hermansen

Kári Bjarnason forstöðumaður bókasafns Vestmannaeyja tók á móti verkunum fyrir hönd bæjarins. Kári segir að mikið úrval mynda sé eftir Guðna og safnið eigi nú orðið töluvert af þeim myndum eftir Guðna.

Sigruður, Þórdís og Kári

 

Hér eru nánar um listamanninn Guðna frá Heimaslóð.

Guðni Agnar Hermansen fæddist 28. mars 1928 og lést 21. september 1989. Foreldrar hans voru Störker Hermansen og Jóhanna Erlendsdóttir. Þau bjuggu í Ásbyrgi við Birkihlíð.

Þann 10. maí 1950 kvæntist Guðni Sigríði Kristinsdóttur. Börn þeirra voru Kristinn Agnar f. 1950 og Jóhanna f. 1954. Þau bjuggu á Birkihlíð 19. Á meðan gosinu stóð bjuggu þau á Hellu.

Guðni lærði málaraiðn hjá Tryggva Ólafssyni málarameistara í Eyjum 1949-53. Hann lauk prófi frá Iðnskóla Vestmannaeyja og sveinsprófi árið 1953 og meistarabréf árið 1956. Hann starfaði við málaraiðnina þar til hann sneri sér alfarið að myndlist.

Ekki fékk Guðni mikla tilsögn í myndlist og var að mestu leyti sjálfmenntaður í listinni. Myndir Guðna þóttu sérstakar og fer hans einstaki stíll ekki fram hjá neinum. Guðni merkti myndir sínar með upphafstöfum sínum GAH og ártali neðst í hægra horn myndanna. Páll Steingrímsson segir um myndir hans: ,,Myndir Guðna eru oftast einskonar draumsýnir og þannig hluti af tilfinningum hans. Þetta eykur þeim gildi og gerir þær sérstæðar.“

Guðni var kallaður heimamálari Eyjamanna. Það var nafn með rentu því efnivið í flestar myndir sínar leitaði hann til umhverfis Eyjanna.

Hann hélt einkasýningar í Vestmannaeyjum, Norræna húsinu, Kjarvalsstöðum og í Færeyjum auk þess að halda samsýningar í Vestmannaeyjum, Reykjavík og á Grænlandi.

Listin var Guðna í blóð borin. Jafnframt því að vera mikill listmálari var hann annálaður hæfileikamaður á tónlistarsviðinu. Ungur lærði hann að spila á píanó og harmonikku en eftir sem árin liðu varð hann þekktastur fyrir saxófónleik sinn. Hann spilaði í jazzhljómsveitum í Vestmannaeyjum í mörg ár. Hinn mikli jazzáhugi Eyjamanna um og eftir miðbik tuttugustu aldarinnar vakti athygli fremstu tónlistarmanna landsins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search