Íslandsbanki í Vestmannaeyjum fagnar 100 árum miðvikudaginn 30. október.
Í því tilefni býður bankinn til veislu í útibúinu á Kirkjuvegi 23 frá klukkan 9 – 16.
„Það væri okkur sönn ánægja að sjá sem flesta fagna þessum tímamótum með okkur og þiggja veitingar. Við verðum í hátíðarskapi og tökum vel á móti ykkur.” segir í tilkynningu á vef Íslandsbanka.