HSÍ

Ísland mætir Ungverjalandi kl 17:15 í dag

15.01.2020

Línur eru óðum að skýrast

Eftir að keppni lauk í D og F-riðlum Evrópumótsins í handknattleik karla í gærkvöld liggur fyrir hvaða liðum íslenska landsliðið mætir í milliriðlakeppni mótsins. Landslið Noregs og Portúgals komust áfram úr D-riðli og Slóvenar og Svíar, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, fóru áfram úr F-riðli.

Hið óvænta var að Frakkar sitja eftir með sárt ennið eftir keppni í D-riðli. Þeir töpuðu fyrir Portúgal og Noregi. Franska landsliðið er þar með á heimleið í dag eins og landslið Bosníu, Sviss og Póllands en tvö þau síðarnefndu voru í F-riðli.

Erlingur Richarsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu hafa lokið keppni á EM í C-riðli eftir einn sigur og tvö töp. Hollenska landsliðið tók þátt í EM karla í fyrsta sinn að þessu sinni.

Ekki er ljóst á þessari stundu á hverjir leiktíma íslenska landsliðsins verða í milliriðlakeppninni né í hvaða röð liðið mætir væntanlegum andstæðingum frá Noregi, Svíþjóð, Slóveníu og Portúgal en víst að er leikið verður föstudaginn 17., sunnudaginn 19., þriðjudaginn 21., og miðvikudaginn 22. janúar. Leikjaniðurröðun liggur væntanlega fyrir þegar viðureignir Íslands og Ungverjalands annarsvegar og Rússlands og Danmerkur hinsvegar verður lokið í kvöld.

Einnig liggur fyrir í kvöld hvaða landsliðs verða með íslenska landsliðinu í kapphlaupinu um tvö sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Nú þegar eru landslið Portúgals, Slóveníu, Hvíta-Rússlands, Austurríkis og Tékklands. Ungverska landsliðið getur enn bæst i hópinn. Af þessum hópi þá hefja Slóvenar og Austurríkismenn milliriðlakeppnina með tvö stig hvor. Íslenska landsliðið getur staðið í sömu sporum sigri það landslið Ungverja í kvöld. Endi leikurinn með jafntefli fara bæði lið áfram með eitt stig en Danir sitja þá eftir.

Heimsmeistarar Dana eru þegar komnir með keppnisrétt á Ólympíuleikana og taka þar af leiðandi ekki þátt í forkeppninni. Sömu sögu er að segja um liðið sem stendur uppi sem sigurvegari á Evrópumótinu 26. janúar nk. Noregur, Spánn, Frakkland, Króatía, Þýskaland og Svíþjóð innsigluðu sinn keppnisrétt í forkeppni Ólympíuleikanna með góðri frammistöðu á HM fyrir ári.

Leikið verður í fjórum riðlum í forkeppni Ólympíuleikanna 17. til 19. apríl nk. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér farseðil í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram fara í Tókíó í Japan í lok júlí og í byrjun ágúst í sumar.

Viðureign Íslands og Ungverjalands á EM í handknattleik hefst klukkan 17.15 í dag og verður að vanda sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV. HBstatz verður með allar tölfræði á hreinu í rauntíma á meðan leikurinn fer fram. Einnig verður blaðamaður Vísis, sem er staddur í Malmö-Arena, með textalýsingu beint úr höllinni. Þar má einnig finna góða tölfræði úr leiknum.

Greint er frá þessu inn á facebooksíðu HSÍ

HSÍ
Mynd tekin frá facebooksíðu HSÍ

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search