Ísland í brennidepli á kvikmyndadögum í Kaupmannahöfn

Fimmta útgáfa kvikmyndahátíðarinnar Nordatlantiske Filmdage fer fram dagana 30. september til 10. október í menningarhúsinu Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

Í ár verður lögð sérstök áhersla á þá farsælu þróun sem átt hefur sér stað í íslenskri kvikmyndagerð upp á síðkastið.

„Á síðastliðnum 10 árum hefur átt sér stað mikil uppsveifla í íslenskri kvikmyndagerð, bæði hvað varðar fjölda kvikmynda, en einnig hvað varðar kvikmyndaleikstjóra – og hafa fjölmargir þeirra vakið eftirtekt á erlendum kvikmyndahátíðum víðast hvar um heiminn“, segir dagskrástjóri hátíðarinnar Birgir Thor Møller, og bætir við: „Við viljum hylla þessa velgengni með því að sýna nokkrar af myndunum, en einnig ræða við leikstjóra þeirra og annað fagfólk.“

Íslensku kvikmyndirnar á dagskrá hátíðarinnar í ár eru Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson, Fúsi eftir Dag Kára, Hvítur hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur. Rúnar Rúnarsson, Ásthildur Kjartansdóttir og Benedikt Erlingsson munu spjalla um kvikmynd sína að lokinni sýningu, en hinar kvikmyndirnar verða kynntar af dönskum kvikmyndafræðingum.

Í lok hátíðarinnar mun Norðurbryggja í samstarfi við Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, bjóða upp á sérstaka hátíðarsýningu á Last and First Men, þar sem Jóhann Jóhannsson (1969-2018) verður heiðraður. Myndatökumaðurinn Sturla Brandth Grøvlen mun kynna myndina, en hann lauk við gerð hennar eftir fráfall Jóhanns.

Eins og önnur ár verður einnig hægt að sjá kvikmyndir frá Grænlandi og Færeyjum á hátíðinni. Þar á meðal er færeyska heimildarmyndin Skál, sem vann New Nordic Voice verðlaunin á Nordisk Panorama í síðustu viku, en hana er einnig hægt að sjá á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur (RIFF), sem er haldin á sama tíma og Nordatlantiske Filmdage 2021.

Kvikmyndahátíðin Nordatlantiske Filmdage er styrkt af Det Danske Filminstitut, NAPA í Grænlandi og sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn, og hún er unnin í samstarfi við m.a. Øst for Paradis, Film.gl, Filmshúsið í Færeyjum, Kvikmyndasafn Íslands og Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Nánari upplýsingar má finna á nordatlantens.dk/filmdage

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is