Ísey Skyr Bar og ísbúð opnar í maí í Vestmannaeyjum

Í dag skrifuðu þau Eygló Dís Alfreðsdóttir og Gísli Valur Gíslason undir sérleyfissamning við N1 fyrir Ísey Skyr Bar. Það var eyjapeyinn Jón Viðar Stefánsson sem mætti fyrir hönd N1.

Ísey Skyr Bar hefur eingöngu verið á stórhöfuðborgarsvæðinu hingað til, þannig Vestmannaeyjar eru fyrsti staðurinn á landsbyggðinni til að opna.

Nú getum við í Eyjum látið okkur hlakka til að gæða okkur á ljúffengum skálum, boostum og ís. Þau áætla að opna í maí. Ísey Skyr Bar er staðsett í Baldurshaga.

Eygló Dís segir að lokum að þau séu nú á fullu að leita að duglegu, hressu og traustu starfsfólki í fullt starf/hlutastarf á Ísey Skyr Bar og í ísbúð

Hæfniskröfur

 • rík þjónustulund og jákvæðni
 • Áreiðanleiki
 • Frumkvæði
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Gott vinnuskipulag og sjálfstæð vinnubrögð
 • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg
 • 18 ára og eldri

Allar umsóknir berist á eyglodis@outlook.com en umsóknarfrestur rennur út 30 apríl.

Tígull mun að sjálfsögðu fylgjast vel með hvernig gengur og látum ykkur vita þegar þau opna.

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search