Íris Róbertsdóttir: Hvert stefnum við? | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
70987809_2594232177295679_8522312646911852544_n

Íris Róbertsdóttir: Hvert stefnum við?

Atvinnustefna er hverju byggðarlagi miklvæg. Við hér í Eyjum höfum verið heppin með þau öflugu fyrirtæki sem hér starfa á traustum grunni. En hvernig er staðan, hvert stefnum við og hvernig er framtíðin? Við erum sjávarútvegssamfélag með vaxandi ferðaþjónustu, en hvað meira?

Hvernig sjá Eyjamenn samfélagið sitt vaxa og dafna þegar litið er til nýrra og fjölbreyttra atvinnutækifæra? Hvernig sjá þeir sem nú eru að reka fyrirtækin í Eyjum framtíðina fyrir sér? Eða þeir sem vilja stofna ný fyritæki? Hvar liggja tækifærin okkar og sóknarfærin?

Þetta eru margar spurningar og við mótun atvinnustefnu fyrir Vestmannaeyjar þurfum við að að freista þess að nálgast svörin. Það gerir okkur betur í stakk búin til að grípa tækifærin þegar þau gefast og til að finna þau sem liggja falin. Við erum kannski ekki að kveikja nógu hratt og vel á öllum þeim möguleikum sem eru fyrir hendi. Í þessum efnum getur okkar öfluga Þekkingarsetur leikið lykilhlutverk og verið einskonar vagga framþróunar.

Á bæjarstjórnarfundi í næstu viku verður lögð fram tillaga um að hefja markvissa vinnu við mótun atvinnustefnu fyrir Vestmannaeyjar. Það ferli þarf að vera faglegt og opið því þetta er ekki eitthvað sem eingöngu er unnið á pólitískum vettvangi. Allir hagaðilar í Eyjum þurfa að koma að þessari vinnu og sömuleiðis þarf að kalla eftir hugmyndum frá öllum þeim sem telja sig hafa eitthvað til málanna að leggja.

Mikilvægt er að hefja þessa umræðu sem fyrst og með sem flestum. Ég er viss um allir fulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja eru sama sinnis og hlakka til að ræða málið á þeim vettvangi.

Atvinnustefna á að vera til fyrir Eyjar!

Íris Róbertsdóttir 

Bæjarstjóri


Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Lista- og menningarverkefnið 1000 Andlit Heimaeyjar í Landandum í kvöld
Mikið um lausagang sauðfés í Vestmannaeyjum
Myndaveisla í makríl og síldinni heilsað
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd
Heimasíða 1000 Andlit komin í loftið – Landinn fjallar um verkefnið í næsta þætti á Rúv

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X