Þriðjudagur 5. desember 2023

Íris Róbersdóttir: Bjartar vonir vakna

Það voru sannarlega gleðitíðindi að Vegagerðin skrifaði í morgun undir nýjan samning við Björgun um dýpkun Landaeyjahafnar. Ef gamli samningurinn hefði gilt óbreyttur hefði dýpkun verið hætt núna í vikulokin og ekki verið tekin upp aftur fyrr en í byrjun mars.

Samkvæmt viðbótarsamningnum verður dýpkun haldið áfram óslitið út janúar og dýpkunarskipið, og áhöfn, staðsett hér í Vestmannaeyjum. Í mars tekur síðan við gamli samningurinn aftur, þó með einni mjög veigamikilli breytingu: Í vordýpkunina verður leitast við að fá aðila með öflugri og afkastameiri tækjakost en Björgun hefur yfir að ráða. Það má því gera ráð fyrir að það tæki miklu skemmri tíma að opna höfnina aftur, komi til þess að hún lokist vegna sandburðar.

Þetta er auðvitað hrein bylting miðað við það ástand sem ríkt hefur í dýpkunarmálunum, og algjörlega í samræmi við þau sjónarmið sem við hjá Vestmannaeyjabæ höfum haldið fast að Vegagerðinni á ótal fundum og samtölum síðustu misserin. Ég vil sérstaklega þakka Vegagerðinni og vegamálastjóra fyrir samvinnuna og þann skilning sem þessir aðilar hafa nú sýnt óskum og þörfum okkar Eyjamanna.

Við vitum það hér í Eyjum að það getur brugðið til beggja vona með samgöngur í verstu vetrarveðrum, en við getum þó með góðri samvisku sagt núna að allir sem að málinu koma eru að gera sitt besta. Takk fyrir það!

Íris Róbertsdóttir

Bæjarstjóri

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is