17.03.2020
Í tilkynningu frá Írisi rétt í þessu greinir hún frá því að hún ásamt fjölskyldu sinni séu komin í sóttkví, lesa má tilkynningu hennar hér:
Þá er komin formleg tilkynning: Ég er komin í sóttkví heima hjá mér og sama gildir um eiginmann og dóttur.
Ástæðan: Á laugardagskvöldið kom vinur okkar í heimsókn sem seinna greindist smitaður. En það er enginn veikur og allir hressir; ennþá að minnsta kosti?
Ég er búin að koma upp nýrri “bæjarstjóraskrifstofu“ í Búhamrinum og mun að sjálfsögðu halda áfram að vinna eins og ekkert hafi í skorist og sinni mínum skyldum. Allir fundi í fjarfundarformi eins og undanfarnar viku.
Get samt ekki tekið á móti gestum en er alltaf til í símtal.?
Þetta er veruleikinn sem við búum við í dag!