Inntöku á Víkina flýtt til að eyða biðlistum

Þann 3. júní verða allir drengir fæddir 2017 á leikskólanum Sóla fluttir saman á nýja deild á Víkinni, fimm ára deild. Er flutningi þeirra þangað flýtt til að rýmka fyrir inntöku barna á Sóla en biðlisti hefur skapast eftir plássi þar. Stefna bæjaryfirvalda er að öllum börnum sé tryggt leikskóla pláss við 12 mánaða aldur.

Þetta er lendingin eftir deilur fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar við foreldra barna í árgangi 2017 og 2016. Upphaflega stóð til að flytja tvo drengjahópa og einn stúlknahóp af Sóla á Víkina 2. maí nk. samtals 19 börn. Einn stúlkna hópur yrði þá skilinn eftir á Sóla. Þá yrðu þau 47 börn í árgangi 2016 sem fyrir eru á Víkinni og skiptast í þrjár deildir sameinaðir í tvær. Mikil óánægja var með þessar fyrirætlanir meðal foreldra beggja þessara árganga. Foreldrar barna á Víkinni höfðu áhyggjur að pláss yrði að skornum skammti og hávaði mikill í 54 fermetra stofu með 24 börn. „Þá höfum við áhyggjur af þeim börnum sem lifa við hamlanir og að þeirra upplifun verði afar neikvæð á skólastarfinu strax í upphafi ferðar, verandi í allt og stórum hópum,“ segir í yfirlýsingu sem foreldrar beggja árgangana lásu upp á fundi sem þeir boðuðu fræðslufulltrúa og skólastjórnendur á.
Óánægja foreldra barnanna af Sóla snerist hins vegar um það að Sólahópnum væri tvístrað með þessum hætti en aðeins sjö stúlkur átti að skilja eftir á Sóla. „Höggvið er á mörg vinatengsl barnanna og foreldrar skildir eftir með spurningar, hvernig eigi að útskýra fyrir börnum sínum af hverju þau eru að fara en önnur ekki, eða af hverju sum börn séu farin en önnur á Sóla. Þá er afleitt hvernig skuli breyta námskrá, hraða útskriftum og vinna hlutina þvert á þau gildi sem ríkja á Sóla og börnin eru vön,“ sagði í yfirlýsingunni frá foreldrum.

Við þessu brugðust skólayfirvöld með fyrrgreindum aðgerðum. Aðeins drengir af Sóla flytjast á Víkina og var dagsetningunni seinkað til 3. júní. Þá verða núverandi deildir á Vikinni áfram óbreyttar. Virðist sátt vera um þessa lendingu meðal foreldra.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem flutningi barna af leikskólum yfir á Víkina er flýtt. Stóri munurinn á þessu tilviki og þeim fyrri er kannski sá að þá var flutningurinn lagður fyrir foreldra sem valkostur, talar blaðamaður af persónulegri reynslu þar.

Fræðslufulltrúi kynnti málið fyrir fræðsluráði á fundi þess síðasta miðvikudag og má lesa þá kynningu hér.

Ráðið þakkaði fræðslufulltrúa greinargóða yfirferð á málinu. „Ánægjulegt er að farsæll endir sé á þessu máli og ber að þakka viðbrögðum starfsmanna í kjölfar umræðu foreldra. Lærdóm má draga að málinu með að hafa alla ráðsmenn upplýsta um stöðu mála sem koma upp,“ segir í fundagerð fræðsluráðs.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search