Nú fer að líða að desembertónleikum ÍBV, þar sem bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir munum stíga á stokk og skemmta Eyjamönnum. Tónleikarnir verða á sunnudaginn kemur, 22.desember.
Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Ingó hafi ætlað að semja lag af þessu tilefni, sem frumflutt yrði á tónleikunum og það yrði með ÍBV/Eyja-tengingu.
Í fyrradag var lagið svo loksins gefið út, en það er samið um einn af okkar dáðu sonum, Grétar Þór Eyþórsson. Grétar hefur stundum verið nefndur bikaróði Eyjamaðurinn og má með sanni segja að Ingó hafi tekist vel til við laga- og textasmíðin. Það er allavega deginum ljósara að Eyjamenn munu syngja vel með á tónleikunum á sunnudaginn, í brekkunni á næstu Þjóðhátíð og kannski um ókomna tíð?
Tekið af síðu ÍBV handbolta.