Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Flugblogg hefur flugfélagið hætt flugi til Vestmannaeyja mánuði fyrr en áætlað var
Þetta staðfestir blaðafulltrúi Icelandair á síðunni flugblogg.is þar segir:
Ekki er hægt að bóka flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja eftir 31. ágúst með Icelandair. Enn fermur segir að flugfélagið hættir að þjóna þessari árstíðabundnu sumarleið einum mánuði fyrr vegna lítillar eftirspurnar og það er ekki augljóst að það flýgur það næsta sumar.
Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en upphaflega var áætlað, það er í lok ágúst, vegna lítillar eftirspurnar í september, “sagði Ásdís Ýr Pétursdóttir, blaðafulltrúi Icelandair. Við höfum ekki enn tekið ákvörðun varðandi þessa leið fyrir næsta sumar.
Ákvöðun um þetta var tekin síðustu helgi, ekki hefur enn komið tilkynning frá félaginu til fjölmiðla, en Tígull hefur sent fyrirspurn á félagið og bíður svara.
Nú er bara að sjá hvað ráðherra okkar ætla að gera í þessu ! Verða engar flugsamgöngur í vetur til og frá Eyjum ? En það er jú erfitt að halda úti flugi þegar íbúar nýta sér það lítið.
Ásmundur Friðriksson ásamt fríðum hóp Sjálfsæðismanna var hér á mánudaginn í fyrirtækjaheimsóknum og voru flugsamgöngurnar ræddar. Ási hafði þetta að segja um flugið: