Flug

Icelandair hættir að fljúga til Vestmannaeyja frá og með 1.september

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Flugblogg hefur flugfélagið hætt flugi til Vestmannaeyja mánuði fyrr en áætlað var

Þetta staðfestir blaðafulltrúi Icelandair á síðunni flugblogg.is þar segir:

Ekki er hægt að bóka flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja eftir 31. ágúst með Icelandair. Enn fermur segir að flugfélagið hættir að þjóna þessari árstíðabundnu sumarleið einum mánuði fyrr vegna lítillar eftirspurnar og það er ekki augljóst að það flýgur það næsta sumar.

Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en upphaflega var áætlað, það er í lok ágúst, vegna lítillar eftirspurnar í september, “sagði Ásdís Ýr Pétursdóttir, blaðafulltrúi Icelandair. Við höfum ekki enn tekið ákvörðun varðandi þessa leið fyrir næsta sumar.

Ákvöðun um þetta var tekin síðustu helgi, ekki hefur enn komið tilkynning frá félaginu til fjölmiðla, en Tígull hefur sent fyrirspurn á félagið og bíður svara.

Nú er bara að sjá hvað ráðherra okkar ætla að gera í þessu ! Verða engar flugsamgöngur í vetur til og frá Eyjum ? En það er jú erfitt að halda úti flugi þegar íbúar nýta sér það lítið.

Ásmundur Friðriksson ásamt fríðum hóp Sjálfsæðismanna var hér á mánudaginn í fyrirtækjaheimsóknum og voru flugsamgöngurnar ræddar. Ási hafði þetta að segja um flugið:

Flugvöllurinn í Eyjum.
„Hittum áhugasama Eyjamenn um flugsamgöngur við Eyjar. Það er búið að ákveða að hætta flugi til Eyja um mánaðamótin sem er auðvitað áfall. Við munum skoðas töðuna og vinna að sættanlegri lausn með heimamönnum.,,
Tígull hefur sent fyrirspurn á Ása og kannað hvað hann hefur aðhafst um þetta mál, við bíðum svara.
Tígull heyrði einnig í Írisi Róbertsdóttur bæjarsjóra og hafði hún fengið póst um málið í vikunni einnig, henni þykir miður að hafa ekki september til að vinna að nýrri laustn um flugsamgöngur fyrir veturinn. Málið verður tekið upp á næsta bæjarráðsfundi og einnig hefur hún óskað eftir fundi með ráðherra og vegamalastjóra vegna málsins.
Við munum flygja þessu eftir og uppfæra um leið og ný svör berast okkur.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is