Þriðjudagur 16. apríl 2024

ÍBV varð fyrir gífurlegu fjárhagslegu tjóni vegna uppeldisbóta – Umræddur leikmaður spilaði aðeins 11 leiki

ÍBV sem sat uppi með 17 milljón króna greiðslu fyrir erlendan leikmann sem gekk til liðs við félagið árið 2019 og spilaði aðeins ellefu leiki. Fjallað var um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem að lögfræðingurinn Birgir Ólafur Helgason, sem skrifaði meistararitgerð sem fjallaði um uppeldis- og samstöðubætur vegna alþjóðlegra félagsskipta knattspyrnumanna, var gestur þáttarins.

Gilson Correia, hafsent frá Portúgal sem er fæddur árið 1997, gekk til liðs við ÍBV árið 2019, þá 22 ára að aldri. Á upphafsárum síns ferils hafði Gilson alist upp hjá fjölmörgum félögum í Portúgal en hann kom til ÍBV frá portúgalska liðinu Peniche.

Í reglum um alþjóðleg félagsskipti knattspyrnumanna er kveðið á um að greiða þurfi uppeldisbætur í félagsskiptum leikmanna sem eru undir 23 ára aldri og það var Gilson svo sannarlega.

Forráðamenn ÍBV virtust hins vegar ekki vera nægilega vel upplýstir um þessar reglur eins og hefur einnig verið raunin hjá fleiri íslenskum knattspyrnufélögum.

,,Leikmaðurinn spilaði 11 leiki og svo var hann látinn fara því hann einfaldlega stóðst ekki undir væntingum Eyjamanna. Það sem gerðist í kjölfarið á því að hann skrifar undir hjá ÍBV er að portúgölsku uppeldisfélög hans, sem voru nota bene níu talsins, settu sig í samband við ÍBV og kröfðust uppeldisbóta.

Birgir Ólafur segir Eyjamenn ekki hafa verið ánægða með það og töldu sig geta komist undan því að greiða uppeldisbæturnar og leituðu því til FIFA.

,,Það fóru alls fjögur mál til FIFA tengd ÍBV og Gilson. Þremur þessara mála tapar ÍBV. Eyjmenn halda því fram að leikmaðurinn sé bara áhugamaður hjá þeim, hann sé ekki atvinnumaður. Til að gera langa sögu stutta sitja Eyjamenn uppi með 17 milljón króna tap út af þessum leikmanni,“ sagði Birgir Ólafur Helgason í sérstökum Dr. Football Doc Buisness þætti.

Birgir segir málið hins vegar ekki hafa stoppað hjá FIFA.

,,Eyjamenn fóru með málið alla leið til Sviss fyrir Alþjóða Íþróttadómstólinn varðandi þessar greiðslur. Það hafði hins vegar ekkert upp á sig. Dómurinn fellur í nóvember í fyrra og er skólabókardæmi um það hversu mikilvægt er að átta sig á því að þegar að þú semur við erlendan leikmann í því umhverfi sem við búum við hér á Íslandi, þá þarf að gæta að því að þú gætir þurft að greiða uppeldisbætur.“

 

Frétt tekin af 433.is

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search