Fimmtudagur 29. febrúar 2024

ÍBV úr leik

Í gær fór fram seinni leikur ÍBV við Malaga. Lið Malaga hafði betur og vann leikinn 34-27 og því eru stelpurnar dottnar út úr átta liða úrslitum EHF bikars kvenna í handbolta. Fyrri leiknum lauk með 11 marka sigri Málagaliðsins, 34:23, sem tekur sæti í undanúrslitum keppninnar. Lokatölur voru því í einvíginu 68-50.

Fyrir leikina var ljóst að róðurinn yrði þungur þar sem Malaga eru ríkjandi evrópumeistarar og hafa verið stórveldi undanfarin ár.

Marija Jovanovic skoraði sjö mörk fyrir Eyjakonur og Sunna Jónsdóttir og Elísa Elíasdóttir skoruðu fjögur mörk hvor. Hjá Malaga var það Talita Carneira sem var atkvæðamest með sjö mörk.

Myndir frá ÍBV.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search