ÍBV tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum um helgina

ÍBV stelpurnar tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum EHF European Cup eftir með öruggum sigrum í einvíginu gegn tékkneska liðinu Sokol Pisek í 16 liða úrslitum.
Fyrri leikur liðanna var á laugardaginn þegar ÍBV sigraði með 7 marka mun 20-27 í “heimaleik” tékkneska liðsins sem fór þó fram í Vestmannaeyjum.
Í gær var alveg ljóst að stelpurnar ætluðu sér í næstu umferð.
Vel var mætt í húsið og flott stemning myndaðist. Okkar konur náðu góðu forskoti 13-6 en gestirnir áttu þá góðan kafla fram að hálfleik og staðan að fyrri hálfleik loknum 16-15.
Í síðari hálfleik skoraði ÍBV 4 fyrstu mörkin og náði því aftur góðu forskoti sem þær létu aldrei af hendi. Lokatölur í dag voru 33-29 og samanlagt 60-49 ÍBV í vil.
Erla Rós varði 6 skot í marki ÍBV og Marta 4.
Mörk ÍBV í leiknum:
Marija 8, Harpa Valey 7, Lina 6, Karolina 4, Sunna 2, Þóra Björg 2, Ingibjørg 1, Bríet 1, Elísa 1, Aníta Björk 1.
Dregið verður í 8 liða úrslitin mánudaginn 17.janúar og munum við leyfa ykkur að fylgjast með segir að lokum í tilkynningu frá ÍBV handboltanum.
Myndir eru einnig frá facebooksíðu ÍBV Handbolta.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search