27.07.2020
ÍBV tekur á móti Þrótti Reykjavík í 8. umferð Lengjudeildar karla. Með því að sigra kemst ÍBV aftur á topp deildarinnar en liðið er enn ósigrað í sumar, en hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum.
Þróttur Reykjavík er hins vegar enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Þróttur er með 1 stig úr fyrstu 7 leikjunum.
Flautað er til leiks á Hásteinsvelli klukkan 18.00 í dag.
