Við eigum von á hörku leik í dag kl 16:15 þegar ÍBV tekur á móti Fram. Eins og sjá má á stöðu töflunni hér að neðan þá er Fram efst í deildinni með 16 stig ásamt KA/Þór og ÍBV í fjórða sæti með 11 stig ásamt Val
Það eru ákveðnar reglur og skilyrði sem eru sett sem þarf að framfylgja til þess að fá leyfi fyrir áhorfendum á leikjum. Það er því mikilvægt að koma eftirfarandi til skila og fyrir fólk að hafa í huga.
LESIST VEL:
• Grímuskylda er á leiknum, en þó eru börn á grunnskólaaldri og yngri undanskilin frá þeirri reglu (breyting á fyrri reglum staðfest af HSÍ í dag)
• Allir áhorfendur þurfa að sitja í sætum sínum á meðan þeir eru í salnum, óþarfa ráp er ekki æskilegt
• Áhorfendur skulu passa að halda a.m.k. 1 meters fjarlægð frá öðrum áhorfendum, nema þegar um tengda aðila er að ræða.
• Við komu á leikstað þurfa starfsmenn leiksins að skrá hjá sér nafn, kennitölu og símanúmer allra áhorfenda
• Börn skulu vera í fylgd með fullorðnum á leikjum
• Sjoppan verður ekki opin og engin barnapössun
ÁFRAM ÍBV