Miðvikudagur 7. júní 2023
Handbolti KK Tígull

ÍBV strákarnir tóku Fjölni í nefið i dag – myndband

ÍBV er komið í fjórða sæti úr­vals­deild­ar karla í hand­knatt­leik, Olís­deild­ar­inn­ar, eft­ir þrett­án marka stór­sig­ur gegn Fjölni í Dal­hús­um í nítj­ándu um­ferð deild­ar­inn­ar í dag. Leikn­um lauk með 38:25-sigri ÍBV en Eyja­menn leiddu með níu mörk­um í hálfleik, 21:12.

Eyja­menn leiddu með fjór­um mörk­um eft­ir fimm mín­útna leik, 4:1 og var mun­ur­inn orðinn átta mörk eft­ir tutt­ugu mín­útna leik, 16:8. ÍBV hélt svo áfram að auka for­skot sitt í síðari hálfleik og Fjöln­is­menn aldrei lík­leg­ir til þess að koma til baka.

Há­kon Daði Styrmis­son var marka­hæst­ur Eyja­manna með ell­efu mörk, þar af fjög­ur af vítalín­unni, og þá skoraði Kristján Örn Kristjáns­son sjö mörk. Björn Viðar Björns­son varði níu skot í marki Eyja­manna og var með 41 í markvörslu.

Breki Dags­son skoraði fimm mörk fyr­ir Fjöln­is­menn sem eru með 5 stig í neðsta sæti deild­ar­inn­ar. ÍBV er hins veg­ar komið í fjórða sætið en liðið er með jafn mörg stig og FH en Hafn­f­irðing­ar eiga leik til góða og mæta HK síðar í dag.

Hér má sjá skemmtilegt video af flottu stuðningmönnum ÍBV, þessir drengir eru meistarar.

Greint er frá þessu inn á mbl.is og myndband er frá Palla Magg einum fremsta stuðningsmanni ÍBV, myndir ÍBV handbolti, forsíðumynd Tígull

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is