ÍBV strákarnir tóku á móti Tindastól á Hásteinsvelli í dag kl. 18:00. Töluverður vindur var meðan á leiknum stóð. ÍBV byrjaði á móti vindi og var mikil barátta og hélt Tindastóll vel í þá í fyrri hálfleik. Fyrsta markið kom á 5. mínútu þegar Eyþór Daði tekur hornspyrnu beint á kollinn á Jóni Ingasyni sem skallar boltann inn. Staðan var 1-0 í hálfleik.
Það var heldur betur góð skemmtun í seinni hálfleik þegar að strákarnir skora 6 mörk. En markaskorarar leiksins eru: Jón Ingason skoraði fyrsta markið í seinni hálfleik og sitt annað í leiknum á 51. mínútu. Gary Martin skoraði þrennu. Ásgeir Elíasson eitt og Frans Sigurðsson eitt. Því urðu lokatölur leiksins 7-0. Jón Ingason valinn maður leiksins. Góð mæting var á leikinn eða um 330 áhorfendur.
