ÍBV stelpurnar spiluðu sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni og fóru þær mun betur af stað í dag. Þær komust í 3-0 með tveimur mörkum frá Myiah Watford og einu frá Danielle Tolmais. Stephanie Riberio og Laura Hughes minnkuðu muninn í 3-2 fyrir Þróttara. Fatma Kara skoraði svo fjórða mark ÍBV úr víti þegar 6 mínútur lifðu leiks áður en Riberio minnkaði muninn í 4-3 þegar 5 mínútur voru eftir. 4-3 urðu lokatölurnar leiksins.
Miðvikudagur 7. júní 2023