Tveir leikir fóru fram í Faxaflóamóti kvenna í dag en ÍBV skoraði níu mörk gegn HK á meðan FH og Keflavík gerðu 1-1 jafntefli í Reykjaneshöllinni.
ÍBV var í ham gegn HK í B-riðli mótsins í dag en leikurinn var spilaður í Kórnum. Fyrstu þrjú mörk ÍBV komu í fyrri hálfleik en allar flóðgáttir opnuðust í þeim síðari. Margrét Íris Einarsdóttir og Fatma Kara skoruðu þrennu og þá komust þær Díana Helga Guðjónsdóttir, Inga Jóhanna Bergsdóttir og Selma Björt Sigursveinsdóttir einnig á blað.
Úrslit og markaskorarar:
ÍBV 9 – 0 HK
1-0 Fatma Kara (‘3 )
2-0 Fatma Kara (’12 )
3-0 Margrét Íris Einarsdóttir (’39 )
4-0 Díana Helga Guðjónsdóttir (’62 )
5-0 Inga Jóhanna Bergsdóttir (’64 )
6-0 Selma Björt Sigursveinsdóttir (’66 )
7-0 Margrét Íris Einarsdóttir (’67 )
8-0 Fatma Kara (’75 )
9-0 Margrét Íris Einarsdóttir (’89 )