ÍBV stelpurnar spiluðu á Akureyri í gær í blíðunni. En þær töpuðu 4 – 0 gegn sterku liði Þór/KA. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik en fyrsta markið kom á 16. mínutu. Þór/KA fer því með þessum sigri fyrir ofan Breiðablik, Fylki og Val á markatölu. Þessi lið eru öll með sex stig eftir tvo leiki. ÍBV stelpurnar eru með þrjú stig eftir sigur á Þrótti í fyrstu umferð. Við fengum þessar flottu myndir frá honum Jóni Óskari Ísleifssyni ljósmyndara á Akureyri.
Byrjunarlið ÍBV
