ÍBV stelpurnar okkar höfðu betur um helgina

Stelpurnar okkar unnu frábæran sigur í gær gegn KA/Þór 26-15 í 13. umferð Olís-deildar kvenna.

Ásta Björt skoraði 7 mörk, Sunna og Harpa Valey 5 hvor og aðrar minna. Marta varði eins og berserkur í markinu, 15 skot og var með 57,7% markvörslu.

Marta var valin Kráar-maður leiksins og er hér á myndinni með Örnu Huld sem var valin Kráar-stuðningsmaður leiksins. Báðar fengu þær að launum gjafabréf frá Kára og co. í Kránni!

Í dag lék svo U-lið kvenna í Grill 66 deildinni gegn Fjölni. Stelpurnar okkar sigruðu gestina 31-27 í flottum leik. Bríet Ómars skoraði 8 mörk, Ksenija 7, Harpa Valey og Ásta Björt 5 hvor og aðrar minna. Darija varði 13 skot í leiknum og Helga Stella 2.

Greint er frá þessu á facebooksíðu ÍBV Handboltans

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest
Sjósund í Höfðavík í dag – myndir og myndband
Gleðilegt ár frá Landakirkju
Yndisleg helgistund frá Landakirkju
Jólaminning – skemmtilegar heimildir frá því að fyrsta jólatréið var sett upp
Jól í nýju landi-Rúmenía
Frábær jólastemning í bænum í gærkvöldi – myndir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is