ÍBV stelpurnar lögðu Íslandsmeistarana í Breiðablik í gær

Íþróttavefur mbl.is greindi frá: Dela­ney Baie skoraði tví­veg­is fyr­ir ÍBV þegar liðið fékk Íslands­meist­ara Breiðabliks í heim­sókn í úr­vals­deild kvenna í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Há­steinsvöll í Vest­manna­eyj­um í 2. um­ferð deild­ar­inn­ar í gær.

Leikn­um lauk með 4:2-sigri ÍBV en Eyja­kon­ur léku ein­um færri all­an síðari hálfleik­inn.

Krist­ín Dís Árna­dótt­ir kom Breiðabliki yfir eft­ir tveggja mín­útna leik en Baie jafnaði met­in fyr­ir ÍBV sex mín­út­um síðar.

Baie var aft­ur á ferðinni á 30. mín­útu áður en Vikt­orija Zaicikova skoraði þriðja mark ÍBV á 45. mín­útu.

Upp­bót­ar­tími fyrri hálfleiks var ansi fjör­leg­ur því Olga Sevcova fékk að líta beint rautt spjad skömmu síðar fyr­ir að slá Ástu Eiri Árna­dótt­ur í and­litið.

Zaicikova var aft­ur á ferðinni í upp­bót­ar­tíma fyrri hálfleiks og bætti við öðru marki sínu og fjórða marki ÍBV. Staðan því 4:1 í hálfleik, ÍBV í vil.

Blikar reyndu hvað þeir gátu að jafna met­in í síðari hálfleik og settu mikla pressu á Eyja­kon­ur en það var ekki fyrr en á 88. mín­útu sem Öglu Maríu Al­berts­dótt­ur tókst að minnka mun­inn fyr­ir Breiðablik.

Lengra komust Blikar hins veg­ar ekki og Eyja­kon­ur fögnuði 4:2-sigri.

ÍBV fer með sigr­in­um upp í þriðja sæti deild­ar­inn­ar í 3 stig en Breiðablik er áfram í efsta sæt­inu með 3 stig.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is