Kvennalið ÍBV spilar gegn liði Hauka á Ásvöllum kl. 18:00 í dag í nítjándu umferð Olís deildarinnar.
ÍBV hefur náð í 30 stig úr 17 leikjum en Haukar eru í sjötta sæti með 12 stig úr 18 viðureignum.
Í fyrri leik þessara liða fór ÍBV með sigur af hólmi, 30-28. Hægt er að horfa á hann á Haukar-TV.