Það var mikill vindur á Hásteinsvelli þegar ÍBV tók á móti Magna í dag kl. 14:00. Fyrra markið skoraði enginn annar en Englendingurinn Gary Martin á 16. mínutu. Markið kom út frá hornspyrnu og eftir skalla Bjarna og smá klafs í teignum var Gary Martin réttur maður á réttum stað.
ÍBV var meira með boltann í leiknum og spiluðu boltanum meira sín á milli á meðan Magnamenn reyndu frekar að finna löngu boltana og spila upp á skyndisóknir.
Seinna mark ÍBV skoraði Guðjón Ernir á 26. mínutu. Hann fékk boltann á kantinum, brunaði upp miðjuna og skoraði með góðu skoti fyrir utan teig, vel gert hjá þessum unga og efnilega strák.
Lokatölur 2 – 0 fyrir ÍBV.
Á 33. mínutu fékk Gauti Gaqutason í Magna rautt spjald.
Gauti og Víðir hoppa saman upp í skallabolta og lenda saman, þegar Víðir stendur upp og reynir að labba í burtu sparkaði Gauti frá sér í maga Víðis með báðum löppum, óþarfa rautt spjald hjá Magnamönnum. Einnig fengu tveir leikmenn í Magna gul spjöld.
Hér má sjá byrjunarlið ÍBV, liðstjórn og skiptingar í leiknum:
