Miðvikudagur 6. desember 2023

ÍBV – Selfoss í dag

Það er komið að fyrsta heimaleik hjá meistaraflokki karla eftir pásu og það er óhætt að segja að það ríki eftirvænting á eyjunni okkar fögru!

Selfyssingar koma í heimsókn í dag og hefst leikurinn klukkan 18:00.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á ÍBV TV:

Eins og áður gildir: Fyrstu kemur, fyrstur fær!

Við þurfum að fylgja töluvert ströngum sóttvarnarreglum og hámarksfjöldi áhorfenda í húsinu er 100 manns.

Grímuskylda er á leiknum og fólk beðið að halda kyrru fyrir í sínu sæti.

ATH, salurinn opnar 45 mínútum fyrir leik (17:15).

Við komu í húsið skanna áhorfendur QR-kóða sem við erum með í símann sinn, finna sér sæti og skrá svo inn í skjalið sem opnast í símanum: fullt nafn, kennitölu, símanúmer og sætisnúmer.

Við vonumst eftir alvöru Eyjastemmningu á pöllunum og treystum á að okkar fólk styðji strákana okkar til sigurs.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is