fotbolti.net greindi frá þessu á síðu sinni:
„Það er búið að segja upp samningum við alla erlendu leikmennina nema Telmo, Gary og Glenn,“ segir Daníel Geir Moritz, formaður ÍBV. Eyjamenn féllu úr Pepsi Max-deildinni en nú er vinna í gangi til að búa sig undir að gera stutt stopp í deildinni fyrir neðan.
Portúgalski miðjumaðurinn Telmo Castanheira, enski sóknarmaðurinn Gary Martin og Trínídad maðurinn Jonathan Glenn eru með samning á næsta tímabili.
Aðrir erlendir leikmenn sem spiluðu með ÍBV í sumar eru Matt Garner, Priestley Griffiths, Jonathan Franks, Diogo Coelho, Gilson Correia og Oran Jackson. Þá verður Evariste Ngolok ekki áfram en hann hefur ekki spilað síðan í júní.
„Eins og staðan er núna þá eru Telmo, Gary og Glenn einu erlendu leikmennirnir sem eru hjá okkur núna sem verða áfram en það er enn spurning með einn til tvo. Það er allavega búið að segja upp samningunum,“ segir Daníel.