Handbolti KK Tígull

ÍBV með sigur í öllum leikjum dagsins – myndir

16.02.2020

Í dag spiluðu þrjú lið frá ÍBV tveir leikir í handbolta og einn í fótbolta.

Í fótboltanum mættu strákarnir Víking Ó og sigruðu þá með fimm marka mun eða 0-5

Markaskorar voru: Róbert Aron 1, Eyþór Orri 1, Víðir Þorvarðar 1 og Felix Örn 2.

Stelpurnar okkar í ÍBV U handboltanum áttu góða ferð í bæinn í dag, þegar þær mættu Val U.

Stelpurnar unnu frábæran sigur 18-34.

Markaskorar ÍBV:
Harpa Valey 9, Alla Stella og Elísa Elíasar 7, Bríet Ómars 6, Eva Aðalsteins og Aníta Björk 2 og Helga Sigrún 1. Darija varði 19 skot og Helga Stella 7.

Svo var það heimaleikurinn sem Tígull mætti á og tók myndavélina með.

Strákarnir okkar unnu magnaðan sigur á Haukum, 36-28.

Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en svo stigu okkar menn á bensínið og náðu góðu forskoti en staðan í hálfleik var 21-13. Okkar menn héldu öruggu forskoti allan síðari hálfleikinn og sigldu heim frábærum sigri.

Dagur Arnarsson var Kráar-maður leiksins, en hann skoraði 10 mörk, gaf fjölmargar stoðsendingar og var hreint magnaður í dag.

Aðrir markaskorarar voru Hákon með 8, Donni 6, Elliði 4, Teddi og Fannar 3 og Grétar og Petar 1. Petar varði 15 skot í markinu (35,7%).

Það var frábær stemning í húsinu í dag og þökkum við fyrir ómetanlegan stuðning segja ÍBV peyjarnir að lokum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is