ÍBV með sigur í öllum leikjum dagsins - myndir | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Handbolti KK Tígull

ÍBV með sigur í öllum leikjum dagsins – myndir

16.02.2020

Í dag spiluðu þrjú lið frá ÍBV tveir leikir í handbolta og einn í fótbolta.

Í fótboltanum mættu strákarnir Víking Ó og sigruðu þá með fimm marka mun eða 0-5

Markaskorar voru: Róbert Aron 1, Eyþór Orri 1, Víðir Þorvarðar 1 og Felix Örn 2.

Stelpurnar okkar í ÍBV U handboltanum áttu góða ferð í bæinn í dag, þegar þær mættu Val U.

Stelpurnar unnu frábæran sigur 18-34.

Markaskorar ÍBV:
Harpa Valey 9, Alla Stella og Elísa Elíasar 7, Bríet Ómars 6, Eva Aðalsteins og Aníta Björk 2 og Helga Sigrún 1. Darija varði 19 skot og Helga Stella 7.

Svo var það heimaleikurinn sem Tígull mætti á og tók myndavélina með.

Strákarnir okkar unnu magnaðan sigur á Haukum, 36-28.

Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en svo stigu okkar menn á bensínið og náðu góðu forskoti en staðan í hálfleik var 21-13. Okkar menn héldu öruggu forskoti allan síðari hálfleikinn og sigldu heim frábærum sigri.

Dagur Arnarsson var Kráar-maður leiksins, en hann skoraði 10 mörk, gaf fjölmargar stoðsendingar og var hreint magnaður í dag.

Aðrir markaskorarar voru Hákon með 8, Donni 6, Elliði 4, Teddi og Fannar 3 og Grétar og Petar 1. Petar varði 15 skot í markinu (35,7%).

Það var frábær stemning í húsinu í dag og þökkum við fyrir ómetanlegan stuðning segja ÍBV peyjarnir að lokum.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd
Heimasíða 1000 Andlit komin í loftið – Landinn fjallar um verkefnið í næsta þætti á Rúv
Mögnuð heimildarmynd um einu sönnu Eyjabítlana
Sunnudagskólinn kl 11:00
Kiwanesmenn gáfu krökkunum á Sóla hjálma

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X