ÍBV með sigur í gær á KA – lokatölur 35-31

Í gær fengu strákarnir í meistaraflokki KA-menn í heimsókn að norðan.
Gestirnir frá Akureyri byrjuðu betur og höfðu frumkvæði fyrstu 10 mínúturnar en þá snéru okkar menn þessu við og náðu undirtökunum. Mest munaði 5 mörkum á liðunum í fyrra hálfleik og staðan að honum loknum var 18-13.
Í síðari hálfleik héldu okkar menn forystunni allan tímann, en gestirnir náðu að minnka mest í 1 mark 26-25 um miðbik hálfleiksins og þá fékk Rúnar Kára að líta beint rautt spjald. Strákarnir sýndu virkilega flottan karakter og náðu aftur undirtökunum í leiknum. Lokatölur voru 35-31, mjög flottur og sannfærandi sigur hjá okkur mönnum.
Björn Viðar varði 11 skot í rammanum (31,4%). Róbert Sig fór mikinn í varnarleiknum og stal 2 boltum, varði 2 skot og var með 7 löglegar stöðvanir.
Mörk ÍBV í leiknum:
Rúnar 7, Dagur 6, Ásgeir 6, Teddi 5, Kári 4, Siddi 3, Sveinn 1, Nökkvi 1, Róbert 1 og Dánjal 1.
Frábær mæting var á leikinn og stemmningin til fyrirmyndar. Þakkar ÍBV stuðninsfólkinu sínu fyrir það.
ÍBV heldur áfram með samstarfið við Krána, en á öllum leikjum meistaraflokkanna í vetur verður valinn maður leiksins og stuðningsmaður leiks (dregið úr Krókódílum).
Að þessu sinni var Rúnar Kárason valinn Kráar-maður leiksins og Sigurfinnur Viðar Sigurfinnsson (Finnsi) Kráar-stuðningamaður dagins. Fengu þeir báðir gjafabréf frá Kára og hans fólki á Kránni að launum.
Næsti leikur hjá strákunum verður á sunnudaginn kemur þegar þeir heimsækja Íslands- og bikarmeistara Vals á Hlíðarenda. Leikurinn verður nánar auglýstur síðar!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search